Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


154. löggjafarþing 2023–2024.
Prentað upp.

Þingskjal 845  —  1. mál.
Leiðréttur texti.

3. umræða.


Breytingartillaga


við frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024.

Frá Stefáni Vagni Stefánssyni.


Skv. frv.
m.kr.
Breyting
m.kr.
Samtals
m.kr.
Breytingar á sundurliðun 2:
12 Landbúnaður
Við 12.10 Stjórnun landbúnaðarmála
a.     Rekstrarframlög
2.853,1 200,0 3.053,1
b.      Framlag úr ríkissjóði
20.583,2 200,0 20.783,2

Greinargerð.

    Gerð er tillaga um að 100 m.kr. verði ráðstafað til matvælaráðuneytisins til sérstakra aðgerða í landbúnaði. Fjármununum verði ráðstafað í verkefni sem stuðla að aukinni rekstrarhagkvæmni í landbúnaði með hliðsjón af áherslum stjórnvalda. Jafnframt verði unnið að heildarstefnumótun fyrir stuðningskerfi landbúnaðar í samráði við bændur með hliðsjón af áherslum landbúnaðarstefnu.
    Jafnframt er lagt til að 100 m.kr. verði ráðstafað í almennan stuðning við bændur eftir gildandi búvörusamningum í tengslum við endurskoðun samninga milli stjórnvalda og Bændasamtaka Íslands til að mæta þeim veikleikum sem fram hafa komið við framkvæmd þeirra á undanförnum misserum.